Hnakkur nýtist í reiðkennslu

Samstarf við Fákaland

Landbúnaðarháskólinn hefur fest kaup á hnakki til notkunar í kennslu og ásetuæfingum fyrir nemendur í reiðmennskutengdum áföngum við skólann. Þessi kaup gera okkur kleift að efla enn frekar kennslu okkar í áföngunum og efla námið sem er í sífelldri þróun. Gert var samkomulag við Fákaland Export og keyptur hnakkur af gerðinni AV6 sem hentar einstaklega vel fyrir kennsku. Hnakkurinn er með djúpu sæti sem heldur vel utan um knapann og hjálpar honum við að sitja í réttri ásetu. Guðbjartur Þór Stefánsson og Randi Holaker tóku við hnakknum í hestamiðstöð skólans að Mið-Fossum.

Í vetur hefur Linda Rún Pétursdóttir reiðkennari séð um knapaþjálfun en það er áfangi sem hefur verið í þróun og mælst vel fyrir hjá nemendum. Hnakkurinn nýji hefur þegar verið nýttur í kennslu og reynst mjög vel.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image