Störf í boði – Kynningarstjóri til afleysinga í eitt ár

Störf í boði – Kynningarstjóri til afleysinga í eitt ár

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða kynningarstjóra til afleysinga í eitt ár.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem reynir á samskiptahæfni, fagmennsku og góða samvinnu við starfsmenn, nemendur og aðra hagsmunaaðila háskólans.

Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og hönnun á markaðs- og kynningarefni LbhÍ

  • Umsjón með vef og samfélagsmiðlum LbhÍ

  • Undirbúningur og umsjón með ýmsum kynningardögum

  • Umsjón með fréttatilkynningum

  • Móttaka og kynningar

  • Ýmiskonar ímyndavinna innan og utan háskólans

  • Umsjón með myndatökum og greinaskrifum um viðburði háskólans

  • Árleg rekstrar- og birtingaáætlun fyrir markaðs- og kynningarmál

  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi

  • Sveigjanleiki og geta til þess að vinna sjálfstætt sem og í teymi

  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

  • Reynsla af markaðs- og kynningarstörfum skilyrði

  • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg

  • Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð

  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

  • Þekking á háskólaumhverfinu er kostur

  • Góð almenn tölvukunnátta sem og þekking á samfélagsmiðlum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 27.05.2025

Nánari upplýsingar veitir

Guðmunda Smáradóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image