Traust til gæða náms við Landbúnaðarháskóla Íslands

Traust til gæða náms við Landbúnaðarháskóla Íslands

Gæðaráð íslenskra háskóla hefur birt niðurstöður gæðaúttektar Landbúnaðarháskóla Íslands

Úttektin er liður í reglubundnu ytra mati Gæðaráðs á gæðum íslenskra háskóla. Úttektarhópurinn var skipaður fjórum aðilum, þremur erlendum sérfræðingum og íslenskum háskólanemanda.

Helstu niðurstöður gæðaúttektarinnar voru þær að úttektarhópurinn lýsir yfir trausti til starfshátta og getu Landbúnaðarháskóla Íslands til að tryggja gæði þeirra námsgráða sem hann veitir, í nútíð og til nánustu framtíðar. Enn fremur lýsir úttektahópurinn yfir trausti á gæðum námsumhverfis, starfshátta og getu Landbúnaðarháskóla Íslands til að tryggja gæði þess námsumhverfis sem hann býður nemendum sínum, í nútíð og til nánustu framtíðar. Í skýrslunni kemur fram að stefna Landbúnaðarháskólans fyrir 2019-2024 sé metnaðarfull og skýr.  

Metnaður í alþjóða- og rannsóknastarfi

Bent var á rannsóknir hefur verið efldar síðastliðin ár og að skrifstofa alþjóðasamskipta og rannsókna hefði sýnt einstakan metnað. Þá var bent á að metnaður hefði verið lagður í gæðastjórnun skólans og brugðist hefði verið við niðurstöðum úr fyrri stofnunarmatsskýrslum og sjálfsmatsskýrslum. Þá var bent á að háskólanum hefði tekist að vinna á jákvæðan hátt með smæð sína og að starfsfólk, nemendur og hagsmunaaðilar hafi ástríðu fyrir sameiginlegri sýn stofnunarinnar, hlutverki hennar og málefnum nemenda.

Úttektarhópurinn hvetur stofnunina til að virkja starfsfólk í gæðastarfi ásamt því að efla sameiginlegt eignarhald og meðvitund á gæðum í öllu starfi háskólans. Einnig er bent á að efla þurfi menningu um tvítyngi samfara stefnumótun háskólans um alþjóðavæðingu, og auka aðgengi að öllum nauðsynlegum upplýsingum á ensku jafnt sem íslensku.

Úttektarskýrslan í heild sinni

Úttektahópinn skipuðu, Maria Knutsson Wedel. Rektor, Swedish University of Agricultural Sciences, fyrrv. aðstoðarrektor kennslumála, Chalmers University of Technology. Pekka Auvinen. Aðstoðarrektor kennslumála, staðgengill rektors, Karelia University of Applied Sciences Tatjana Volkova. Formaður nefndar um gæði náms hjá Academic Information Centre í Lettlandi, meðlimur í Swiss Accreditation Council, fyrrv. rektor BA School of Business and Finance í Lettlandi. Sigtýr Ægir Kárason. Nemandi við Listaháskóla Íslands.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image