Úthlutun úr sjóðnum fór fram við brautskráningu Landbúnaðarháskóla Íslands í byrjun júní 2023

Við úthlutun úr sjóðnum. F.V. Geirlaug Þorvaldsdóttir, Ástrós Ýr Eggertsdóttir og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir.

Úthlutun úr Framfarasjóði Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og Fisk

Við brautskráningarathöfn í byrjun júní var úthlutað úr styrksjóðum á vegum Landbúnaðarháskóla íslands. Geirlaug Þorvaldsdóttir, fulltrúi stofenda sjóðsins veitti Ástrósu Ýr Eggertsdóttir styrk til framhaldsnáms í búvísindum. Meistaraverkefni hennar ber heitið: „Greining á DNA tengslum arfgerðar og svipgerðar í íslensku sauðfé með áherslu á vöðvavöxt og hegðunarmynstur forystufjár“.

Ástrós lauk búfræðiprófi frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2021 og síðan 60 ECTS einingum í BSc námi í búvísindum. Hún er nú komin vel á veg í meistaranámi sínu í búvísindum. Hún hefur unnið sem starfsmaður á sauðfjárbúi Landbúnaðarháskóla Íslands að Hesti undanfarin ár (frá vori 2020).

Meistaraverkefni Ástrósar ber heitið: „Greining á DNA tengslum arfgerðar og svipgerðar í íslensku sauðfé með áherslu á vöðvavöxt og hegðunarmynstur forystufjár“. Markmið verkefnisins er tvíþætt, annars vegar að finna arfgerðir gena sem tjá fyrir auknum vöðvavexti og hins vegar að finna hvaða gen það eru sem veita forystufé þeirra sérstöku eiginleika.

Notagildi verkefnisins fælist t.d. í því að geta betur metið möguleika hrúta á því að gefa frá sér vöðvamikil lömb, sérstaklega hrúta sem fara inn á sæðingastöðvarnar. Notagildi hinnar hliðarinnar er að öðlast meiri þekkingu á hvað það er sem gefur íslenska forystufénu sína sérstöku eiginleika.

Verkefnið byggir á GWAS greiningu á sýnasafni sem er til hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Annars vegar verður gerð greining þar sem „vöðvaríkt“ og „vöðvarýrt“ fé er borið saman og hins vegar greining þar sem forystufé og „venjulegt fé“ er borið saman. Lífupplýsingafræðileg greining á þeim genum sem sýna tengsl við svipgerðir í GWAS greiningunum. Markgen verða svo greind frekar með PCR og raðgreiningu til þess að bera kennsl á orsakavaldandi erfðabreytileika.

Ástrós áætlar að ljúka meistaraverkefni sínu næsta vor.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image