Reiðmaðurinn Gunnarsbikarinn 2024

Reynisbikarinn hlýtur sá er efstur stendur úr Reiðmanninum II og hampaði honum í ár Fjóla Viktorsdóttir á Prins frá Syðra-Skörðugili

Útskriftarhelgi Reiðmannsins

Útskriftarhelgi Reiðmannsins fór fram um helgina á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem tæplega 200 nemendur voru útskrifaðir úr námi í Reiðmanninum. Útskriftarhelgin var haldin í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans á Mið-Fossum í Borgarfirði og þétt dagskrá alla helgina.

 

Reynisbikarinn 

Á laugardag kepptu nemendur sem höfðu náð bestu árangri í sínum hópum til úrslita og voru 12 nemendur í Reiðmanninum I og 9 nemendur í Reiðmanninum II. Nemendurnir og vel þjálfaðir hestar þeirra sýndu faglegar og vel undirbúnar sýningar. Dagskrá laugardagsins lauk með útskrift tæplega 130 nemenda í Reiðmanninum I og II sem stunduðu námið í vetur á 10 stöðum vítt og breytt um landið. Reynisbikarinn hlýtur sá er efstur stendur úr Reiðmanninum II og hampaði honum í ár Fjóla Viktorsdóttir á Prins frá Syðra-Skörðugili. Önnur úrslit voru eftirfarandi.

Verðlaunaafhending hjá nemendum í Reiðmanninum I

Úrslit Reiðmaðurinn I

 1. Gréta Karlsdóttir, Hvammstanga á Brimdal frá Efri-Fitjum
 2. Rannveig Kramer, Mosfellsbæ á Rösk frá Litla-Hofi
 3. Tone Lien, Selfoss á Eldi frá Hjálmholti
 4. Birta Sigurðardóttir, Flúðir á Nótu frá Bræðratungu
 5. Gróa Baldvinsdóttir, Sprettur á Yl frá Ási 2
 6. Margrét Dögg Halldórsdóttir, Mosfellsbæ á Þokka frá Blesastöðum 1A
 7. Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Hvammstanga á Tígli frá Böðvarshólum
 8. Ásbjörn Arnarsson, Selfoss á Rektori frá Melabergi
 9. Natalia Kaganskaia, Mið-Fossar á Glettu frá Borgareyrum
 10. Ólöf Rún Skúladóttir, Sprettur á Djásn frá Hveragerði
 11. Svava Kristjánsdóttir, Flúðir á Þöll frá Birtingaholti 1
 12. Linda Sif Níelsdóttir, Mið-Fossar á Kólubrún frá Nýjabæ
Verðlaunaafhending hjá nemendum í Reiðmanninum II sem kepptu um Reynisbikarinn

Úrslit Reiðmaðurinn II

 1. Fjóla Viktorsdóttir, Sauðárkrókur á Prins f Syðra -Skörðugili
 2. Magnús Karl Gylfason, Sprettur á Tígli frá Birkihlíð
 3. Hjálmar Þór Ingibergsson, Akranes á Þrennu frá Öxnholti
 4. Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, Sauðárkrókur á Væntingu frá Hlíð
 5. Steinunn Guðbjörnsdóttir, Sprettur á Hug frá Eystri-Hól
 6. Ólafur Guðmundsson, Akranes á Eldi frá Borgarnesi
 7. Sigfríður Halldórsdóttir, Sauðárkrókur á Frá frá Skefilstöðum
 8. Ragnheiður Stefánsdóttir, Akranes á Hrafni frá Ferjukoti
 9. Dofri Hermannson, Sprettur á Grásu frá Syðri-Gegnishólum

Reiðmannsmót

Á sunnudag var Reiðmannsmótið haldið á útivelli hestamiðstöðvarinnar á Mið-Fossum í glaða sólskini og voru í heildina 120 skráningar. Dagskráin var þétt þennan dag og stóð mótið yfir frá klukkan 9 til 18. Á mótinu kepptu meðal annars 50 nemendur í Keppnisnámi Reiðmannsins ásamt nemendum í Reiðmanninum I og II. Mótið tókst gríðarlega vel og nemendur voru vel undirbúnir og einbeiting og gleði skein úr hverju andliti. Keppt var í 6 flokkum, og riðin 10 úrslit í  fjórgangi V5 og V2, tölti T7 og T3, fimmgangi F2 og slaktaumatölti T4. 

Úrslit Reiðmannsmótsins

Tölt T3 1. flokkur

 1. Anna Dóra Markúsdóttir Stöð frá Bergi, Snæfellingur 7,17
 2. Ólafur Guðmundsson Eldur frá Borgarnesi, 7,06
 3. 3-4 Brynja Viðarsdóttir Gáta frá Bjarkarey, Sprettur 6,61
 4. 3-4 Sigurður Jóhann Tyrfingsson Sól frá Kirkjubæ Rauður/milli-stjörnótt Sprettur 6,61
 5. Berglind Sveinsdóttir Tvistur frá Efra-Seli Sleipnir 6,44

Tölt T4 1. flokkur

 1. Katrín Von Gunnarsdóttir Dáti frá Húsavík, Þjálfi 6,96
 2. 2-3 Sigurlín F Arnarsdóttir Hraunar frá Herríðarhóli, Geysir 6,38
 3. 2-3 Bryndís Guðmundsdóttir Villimey frá Hveragerði, Sleipnir 6,38
 4. Orri Arnarson Tign frá Leirubakka, Geysir 6,21
 5. Guðrún Margrét Steingrímsdóttir Eyjasól frá Litlu-Brekku, Léttir 6,04
 6. Viktoría Ösp Jóhannesdóttir Fálki frá Helgustöðum, Glæsir 4,75

Tölt T4 1. flokkur

 1. Katrín Von Gunnarsdóttir Dáti frá Húsavík, Þjálfi 6,96
 2. 2-3 Sigurlín F Arnarsdóttir Hraunar frá Herríðarhóli, Geysir 6,38
 3. 2-3 Bryndís Guðmundsdóttir Villimey frá Hveragerði, Sleipnir 6,38
 4. Orri Arnarson Tign frá Leirubakka, Geysir 6,21
 5. Guðrún Margrét Steingrímsdóttir Eyjasól frá Litlu- Brekku, Léttir 6,04
 6. Viktoría Ösp Jóhannesdóttir Fálki frá Helgustöðum, Glæsir 4,75

Tölt T7 2. flokkur

 1. Bryndís Gylfadóttir Stormur frá Birkihlíð Dreyri 6,50
 2. Solveig Pálmadóttir Eyvi frá Hvammi III Sleipnir 6,33
 3. Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir Venus frá Efri-Brú, Sprettur 6,25
 4. Sveinbjörn Guðjónsson Viðja frá Vorsabæjarhjáleigu, Sleipnir 5,92
 5. 5-6 Birta Berg Sigurðardóttir Nóta frá Bræðratungu, Jökull 5,83
 6. 5-6 Þórunn Helga Sigurðardóttir Tignar frá Egilsstaðakoti, Sprettur 5,83

Fjórgangur V2 1. flokkur

 1. Anna Dóra Markúsdóttir Mær frá Bergi, Snæfellingur 7,10 
 2. Jón Bjarni Þorvarðarson Burkni frá Miðhúsum, Snæfellingur 6,80
 3. Magnús Karl Gylfason Birting frá Birkihlíð, Dreyri 6,13
 4. Sigurlín F Arnarsdóttir Jóra frá Herríðarhóli, Geysir 5,97
 5. Berglind Ágústsdóttir Framsýn frá Efra-Langholti, Jökull 5,77

Fjórgangur V5 2. flokkur

 1. Eva-Lena Lohi Draumur frá Hvammstanga, Þytur 6,42
 2. Solveig Pálmadóttir Eyvi frá Hvammi III, Sleipnir 6,21
 3. Guðrún Hanna Kristjánsdóttir Vænting frá Hlíð, Skagfirðingur 6,12
 4. Margrét Dögg Halldórsdóttir Þokki frá Blesastöðum 1A, Hörður 6,04
 5. Camilla Munk Sörensen Lukka frá Fagranesi, Skagfirðingur 5,79
 6. Rósa Björk Jónsdóttir Mói frá Vatnshömrum, Borgfirðingur 5,62

Fimmgangur F2 1. flokkur

 1. Greta Brimrún Karlsdóttir Brimdal frá Efri-Fitjum, Þytur 6,62
 2. Jón Bjarni Þorvarðarson Hrollur frá Bergi, Snæfellingur 6,40
 3. Theódóra Þorvaldsdóttir Snædís frá Forsæti II, Sprettur 6,17
 4. Sigurlín F Arnarsdóttir Hraunar frá Herríðarhóli, Geysir 5,79
 5. Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir Náttdís frá Rauðabergi, Ljúfur 5,50
 6. Halldór P. Sigurðsson Muninn frá Hvammstanga, Þytur 4,88
Nemendur sem útskrifuðust úr Reiðmanninum Keppnisnámi ásamt kennurum sínum

 

Fjölmargir aðilar tóku þátt í Útskriftarhelgi Reiðmannsins og þegar helgin stóð sem hæst voru tæplega 200 manns á svæðinu. Veðrið lét við nemendur og gesti allan tímann og allur aðbúnaður á Mið-Fossum var til fyrirmyndar.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image