Verið velkomin á opinn dag á Hvanneyri

Verið velkomin á Hvanneyri laugardaginn 13 maí milli kl 13 og 15 og kynnið ykkur námið, starfsemina og aðstöðuna. 

Ásgarður aðalbygging skólans verður opin og hægt að spjalla við starfsfólk og nemendur. Opið verður á vinnusal nemenda í landslagsarkitektúr, hægt að skoða bókasafnið og kennsluaðstöðuna. Þá er hægt að njóta náttúrunnar beint fyrir utan og taka þátt í áskoruninni um líffræðilegan fjölbreytileika. Einnig er hægt að ganga um Hvanneyrarstað og skoða gömlu byggingarnar, Landbúnaðarsafnið og Ullarselið er opið. Nóg af leiksvæðum fyrir börn og einnig frisbígolfvöllur svo það þarf engum að leiðast. Kaffi á könnunni. 

Sauðburður í beinni

Við munum vera með beint streymi í aðalbyggingunni frá sauðburði á tilraunasauðfjárbúi skólans að Hesti og verður hægt að fylgjast með á skjá. Þá verður hægt að kíkja í fjósið á Hvanneyrarbúinu milli kl 14 og 15. Þá verður hægt að fá upplýsingar um nemendagarða og möguleika til búsetu á Hvanneyri.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur - Öll velkomin!

Viðburðurinn á Facebook 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image