Vettvangsferð nemenda á Þingvelli

Námskeiðið Náttúruvernd er kennt nú á haustönn og koma nemendur af öllum háskólabrautum Landbúnaðarháskólans. Meðal viðfangsefna í námskeiðinu er hugmyndafræði og siðfræði náttúruverndar, saga náttúruverndar hérlendis og erlendis og vinna að náttúruvernd. Kennarar í námskeiðinu eru Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við LbhÍ, Ragnar Frank, lektor við LbhÍ og Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst. Nemendur fóru með þeim Önnu Guðrúnu og Ragnari í vettvangsferð til Þingvalla til að kynnast náttúruverndarstarfinu sem þar fer fram. Einar Á. E. Sæmundssen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, tók á móti þeim og kynnti starfsemi svæðisins á gestastofu Þingvallaþjóðgarðs.

"Á Þingvöllum er verið að vernda jarðfræðilegar minjar, sögulegar minjar en einnig er verið að vernda svæðið gegn átroðningi ferðamanna. Það var áhugavert að fara á Þingvelli í þessu námskeiði og ganga um svæðið, skoða, meta og fá svör við spurningum sem brunnu á vörum nemenda, frá Einari og kennurunum." segir Brynhildur Svava Ólafsdóttir, nemi í náttúru- og umhverfisfræði. Brynhildur tók jafnframt myndirnar sem eru hér fyrir neðan.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image