Vinnustofur um rykrannsóknir á norðurslóðum og loftmengun

Vinnustofur um rykrannsóknir og loftmengun

Vinnustofa Ryk­rann­sókna­fé­lag Íslands í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands, Land­mæl­ing­ar Íslands, CAMS (Copernicus At­mospheric Monitor­ing Service), ut­an­rík­is­ráðuneyti Finn­lands og UArctic er haldin í áttunda sinn og fer fram á starfsstöð LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík þessa dagana. Yfirskrift vinnustofunnar er háloftaryk á norðurslóðum e. High Latitude Dust Workshop. Mark­mið vinnu­stof­unn­ar að vekja at­hygli á loft­meng­un og gróður­húsaloft­teg­und­um á Íslandi. Nánar hér.

Í umfjöllun Morgunbaðsins í dag segir: Ísland gerðist ný­lega aðili að CAMS og er meg­in­mark­miðið með þeirri sam­vinnu að Íslend­ing­ar fái áreiðan­leg tæki til að fylgj­ast með og spá fyr­ir um loft­meng­un, þar á meðal af völd­um ým­issa eld­fjalla- og gróður­húsaloft­teg­unda.

„Þeir eru mjög áhuga­sam­ir um að út­vega Íslend­ing­um réttu tæk­in til eft­ir­lits svo mæla megi og spá fyr­ir um loft­meng­un­ina í land­inu. Við erum ekki með mörg úrræði hér á landi til þess, sér­stak­lega ekki utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, þannig að tæk­in þeirra geta hjálpað okk­ur að sjá stöðuna á meng­un­inni eins og hún er í dag sem og að spá fyr­ir um hana í framtíðinni sem er mjög mik­il­vægt, t.d. vegna allra elds­um­brot­anna,“ seg­ir Pavla Dags­son-Wald­hauserová, loft­gæða- og ryk­sér­fræðing­ur. 

Þá tek­ur hún fram að rann­sakað hafi verið hversu langt rykið frá Íslandi geti borist út í heim. „Ef við skoðum landsvæðið á Íslandi þá eru 40% af því eyðimörk. Við sjá­um á gervi­hnatta­mynd­um að rykið get­ur borist yfir 3.500 km.“

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image