Vísinda, rannsókna og nýsköpunarráðherra Tékklands heimsækir LBHÍ til eflingar rannsóknarsamstarfs

Hópurinn í upphafi fundar á Hvanneyri, frá vinstri, Christian Schultze Rannsókna og alþjóðafulltrúi, Václav Ágh ráðgjafi ráðherra, Marek Ženíšek vísinda, rannsókna og nýsköpunarráðherra Tékklands, David Červenka sendiherra, Lukáš Pospíšil sérfræðingur á alþjóðasviði LbhÍ, Alexander Schepsky framkvæmdastjóri Gleipns, Gleipnir - Nýsköpunar- og Þróunarseturs Vesturlands, Hlynur Óskarsson prófessor, Chenxin Feng nýdoktor og Jóhanna Gísladóttir lektor

Vísinda, rannsókna og nýsköpunarráðherra Tékklands heimsækir LBHÍ til eflingar rannsóknarsamstarfs

Marek Ženíšek ráðherra vísinda og nýsköpunar þar í landi heimsótti landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri ásamt David Červenka sendiherra Tékklands á Íslandi og Noregi og ráðgjafi ráðherra Václav Ágh. Í heimsókninni var farið yfir rannsóknir LBHÍ, alþjóðasamstarf og tengsl við Tékkland. Af þeim 150 rannsóknarsamstarfssamningum okkar er Tékkneski lífvísinda- og tækniháskólinn í fimmta sæti yfir sameiginlegar ritgerðir og Tékkneska vísindaakademían í því tólfta, samkvæmt gögnum frá SCOPUS.
 
Ráðherra lýsti yfir miklum áhuga á að efla rannsóknasamstarf á næsta tímabili EES styrkjanna, sem gæti skapað ný tækifæri til að efla enn frekar samstarf milli Íslands, LBHÍ og háskóla í Tékklandi.
 
Frá vinstri Lukáš Pospíšil sérfræðingur á alþjóðasviði ásamt ráðherra vísinda, rannsókna og nýsköpunar, Marek Ženíšek, og David Červenka sendiherra Tékklands á Íslandi og Noregi fyrir utan aðalbyggingu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri áður en haldið var í hestamiðstöð skólans að Mið-Fossum.
 
Tékkneska sendinefndin heimsótti einnig hestamiðstöð skólans á Mið-Fossum, þar sem ráðherrann varð mjög hrifinn. Hann sagðist vonast til að snúa aftur til Hvanneyrar í náinni framtíð – ekki einungis vegna vísinda heldur einnig til að njóta íslenskrar náttúru af hestbaki.
Við þökkum kærlega fyrir góða heimsókn!
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image