Marek Ženíšek ráðherra vísinda og nýsköpunar þar í landi heimsótti landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri ásamt David Červenka sendiherra Tékklands á Íslandi og Noregi og ráðgjafi ráðherra Václav Ágh. Í heimsókninni var farið yfir rannsóknir LBHÍ, alþjóðasamstarf og tengsl við Tékkland. Af þeim 150 rannsóknarsamstarfssamningum okkar er Tékkneski lífvísinda- og tækniháskólinn í fimmta sæti yfir sameiginlegar ritgerðir og Tékkneska vísindaakademían í því tólfta, samkvæmt gögnum frá SCOPUS.
Ráðherra lýsti yfir miklum áhuga á að efla rannsóknasamstarf á næsta tímabili EES styrkjanna, sem gæti skapað ný tækifæri til að efla enn frekar samstarf milli Íslands, LBHÍ og háskóla í Tékklandi.

Tékkneska sendinefndin heimsótti einnig hestamiðstöð skólans á Mið-Fossum, þar sem ráðherrann varð mjög hrifinn. Hann sagðist vonast til að snúa aftur til Hvanneyrar í náinni framtíð – ekki einungis vegna vísinda heldur einnig til að njóta íslenskrar náttúru af hestbaki.
Við þökkum kærlega fyrir góða heimsókn!