Yfirlýsing frá rektor og yfirstjórn LbhÍ

Rektor og yfirstjórn Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) lýsir áhyggjum sínum af hugmyndum um að skera niður í rekstri grunnskóla á Hvanneyri. 

Hlutverk sveitarstjórnar í málefnum LbhÍ er að gera Hvanneyrarstað sem eftirsóknarverðastan búsetukost fyrir ungt fólk sem sér framtíð í lífi byggðarinnar og þeim stofnunum sem þar er að finna.

Forsendur LbhÍ til að laða að sér ungt og hæft starfsfólk og nemendur, eru nátengdar þeirri þjónustu sem er að hafa á staðnum í formi leik- og grunnskóla.   

Minnt er á gildandi aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir stækkandi byggð á Hvanneyri, með tilheyrandi eflingu allra skólastiga. Sveitarstjórn hefur þegar lagt í kostnað við gerð lóða sem bíða bygginga, margt ungt barnafólk hefur flutt inn á staðinn síðustu mánuði og keypt sér eignir í trausti þess að innviðir samfélagsins á staðnum standi áfram í samræmi við fyrri áætlanir.

Aðför að grunnskólahaldi á Hvanneyri yrði um leið aðför að Landbúnaðarháskólanum og öðrum stofnunum á staðnum og því fólki sem lagt hefur allt sitt í eignakaup í samfélagi sem það hefur trú á til framtíðar.

Björn Þorsteinsson
rektor

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image