Tilraunareitir eftir að borið var á. Mynd/ Friederike Danneil

Áburðartilraunir með mismunandi gerðir af lífrænum áburði lagðar út

Sunna Skeggjadóttir og Gunnhildur Gísladóttir sumarstarfsmenn undirbúa dreifingu. Jónína Svavarsdóttir sérfræðingur athuga reitina.
Fyllt á sérsmíðaðan reitaáburðardreifara úr tilraunahaugtönkunum. Friederike Danneill verkefnisstjóri og Jóhannes Kristjánsson meistaranemi.

Í vikunni sem leið var hafist handa við að leggja út stóra áburðartilraun með mismunandi gerðir af lífrænum áburði ásamt nituráburði frá nýsköpunarfyrirtækinu Atmonia sem er að þróa umhverfisvæna framleiðsluferla á nituráburði.

Sjálfbær áburðarvinnsla

Verkefnið sem styrkt er af Markáætlun Rannís og er unnið að því að kortleggja magn lífrænna aukahráefna og úrgangs sem fellur til á Íslandi. Í samstarfi við Hvanneyrarbúið var áburðartilraunin lögð út af starfsmönnum jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ á Hvanneyri.

Nokkrar gerðir lífræns áburðar eru í tilraunum næstu tvö ár ásamt tveimur gerðum nituráburðar frá Atmonia og brennisteins sem fellur til sem aukaafurð frá Landsvirkjun. Að auki voru settar út nokkrar blöndur með mismunandi lífrænum úrgangi þar sem mismunandi lífræn efni geta bætt hvort annað upp í helstu áburðarefnum fyrir plöntur. Það tók þrjá langa daga að blanda og dreifa mykjunni og gera mykju úr mismunandi hráefni sem annars er með hátt þurrefnishlutfall. Snillingarnir í bútæknihúsi LbhÍ smíðuðu sérstakan reitaáburðardreifara fyrir verkefnið og settir voru niður mini-haugtankar við fjósið til að blanda nýjar gerðir mykju. Alls tóku 9 starfsmenn þátt í dreifingunni sem gekk vel þó að hún hafi tekið lengri tíma en áætlað var. Nituráburðurinn sem notast var við var á fljótandi formi og í sumum tilraunareitum tók grasið strax að grænka við áburðargjöfina. Tilraunin verður svo uppskerumæld þegar líður að fyrsta slætti seinna í júní. Verkefnið er til tveggja ára en jarðræktartilraunir verða endurskoðaðar og endurteknar næsta sumar. 

Að verkefninu koma: MatísAtmonia, Landbúnaðarháskóli Íslands, LandgræðslanHafró og Landsvirkjun

Tilraunareitir undirbúnir. F.v. Jónína Svavarsdóttir sérfræðingur, Rikke Santing starfsnemi, Gunnhildur Gísladóttir og Sunna Skeggjadóttir nemar og sumarstarfsmenn.
Hópurinn sem sá um blöndun í tilraunahaugtankana við Hvanneyrarfjósið. F.v. Jóhannes Kristjánsson, Egill Gunnarson bústjóri, Nicolas Vincenzi starfsnemi og Friederike Daneil verkefnisstjóri
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image