Faxaflóahafnir og Landbúnaðarháskóli Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri og Faxaflóahafnir sf hafa gert með sér samkomulag um samstarf á sviði umhverfismála og var samkomulagið undirritað í dag af Ágústi Sigurðssyni, rektor LbhI, Hjálmari Sveinssyni, formanni stjórnar Faxaflóahafna sf. og Gísla Gíslasyni, hafnarstjóra. Samkomulagið felur í sér samstarf þessara aðila um umhverfismál, skipulagsmál og landnýtingu.

Meðal annars eru aðilar sammála um að eiga samstarf um endurheimt Katanestjarnar á Grundartanga, skógræktina á Grundartanga, umhverfismælingar á gæðum sjávar á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. auk fræðslu og ráðgjafar á ýmsum sviðum. Þá er opnað á þann möguleika að nemendur Lbhi geti unnið doktors- eða mastersverkefni um afmörkuð efni sem tengjast hafnarsvæðunum, en í Lbhi eru nemendur sem stunda nám við nýtingu auðlinda landsins, umhverfisfræði og skipulagsfræði sem tengist með beinum hætti ýmsum verkefnum Faxaflóahafna sf. á sviði landmótunar, landþróunar, umhverfismála og skipulagsmála. Aðilar munu gera sérstakt samkomulag um hvert það verkefni sem ákveðið verður að vinna en óhætt að segja að af nógu sé að taka.

Við undirritunina kom fram að samkomulagið væri afar jákvætt fyrir báða aðila og hvorir tveggja væru einhuga um að nýta kosti þess. F.v. Ágúst, Hjálmar og Gísli.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image