Orri Steinarsson og Samaneh Nickayin ásamt nemendum í landslagsarkitektúr á vinnusal. Mynd Helena Guttormsdóttir

Orri Steinarsson og Samaneh Nickayin ásamt nemendum í landslagsarkitektúr á vinnusal. Mynd Helena Guttormsdóttir

Öflugt alþjóðlegt samstarf

Þessa vikuna er staddur hjá braut landslagsarkitektúrs, Orri Steinarson arkitekt frá Jvantspijker í Rotterdam en JVS stofan hefur komið að, og unnið fjölda viðurkenninga fyrir, hönnunar- og skipulagstillögur sínar víða um heim og hér á landi. Má þar nefna sem dæmi rammaskipulag fyrir Hafnarfjarðarhöfn og framtíðarskipulag Gufuness. Gufunessvæðið er einmitt viðfangsefni þriðja árs nemenda í áfanganum „Arkitektúr og skipulag“ sem Samaneh Nickayin lektor og landslagsarkitekt kennir. Í næstu viku er svo væntanlegur Frédéric Bachmann arkitekt hjá A-lab í Osló sem mun kenna nemendum sjónræna framsetningu hönnunargagna, í áfanga hjá Gísla Rafni Guðmundssyni aðjúnkt og borgarhönnuði. Það má því með sanni segja að alþjóðlegt andrúmsloft fylli vinnusalinn á Hvanneyri þessa haustdaga. 

Landslagsarkitektabraut LbhÍ hefur alla tíð lagt mikið upp úr alþjóðastarfi og meðal annars nýtt til þess möguleika sem bjóðast gegnum Erasmus+ samstarfið. Erasmus er vel þekkt fyrir að gera nemendum mögulegt að taka skiptinám við erlenda skóla, en nú í haust hóf stór hópur skiptinema nám við brautina. En þetta starf nær einnig til styrkja til kennaraskipta og hefur brautin verið ötul að nýta sér þann möguleika undanfarin ár og fá þannig inn til sín kennara úr atvinnulifinu erlendis frá. Mikil ánægja ríkir með samstarfið og gefur það nemendum kost á að kynnast starfandi aðilum í faginu alls staðar að úr heiminum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image