Efling starfsemi rannsókna- og alþjóðaskrifstofu LBHÍ

Starfsteymi rannsókna- og alþjóðaskrifstofu LBHÍ frá vinstri Eva Hlín Alfreðsdóttir, Utra Mankasingh og Christian Schultze

Efling starfsemi alþjóðaskrifstofu

Efling starfsemi alþjóðaskrifstofu hefur verið mikil síðustu misseri. Má þar nefna aðild okkar í UNIgreen háskólanetinu. Netið er ætlað að efla samvinnu um menntun, rannsóknir og nýsköpun sem og bættra ferla og miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar, lífvísinda og líftækni. Sjö evrópskir háskólar eru aðilar auk okkar. LBHÍ tók einng nýverið við formennsku í Nova háskólanetinu sem er samstarf norrænna háskóla á sviði landbúnaðar, dýralækninga, skógfræði og skyldra greina með áherslu á sameiginleg námskeið fyrir doktorsnema. Þá var sérstaklega tekið fram í úttekt gæðaráðs íslenskra háskóla einstakan metnað í alþjóða- og rannsóknastarfi. Þá er mikil aðsókn skiptinema að skólanum og tvær alþjóðlegar meistarnámsbrautir starfræktar við skólann. Til að sinna þessum auknu umsvifum hafa verið ráðnir inn tveir aðilar sem starfa undir Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúa þær Eva Hlín Alfreðsdóttir sem hóf störf í upphafi árs og dr. Utra Mankasingh sem hóf störf nú í haust.

Eva Hlín, Christian og Utra á Hvanneyri á dögunum með Hafnarfjall í baksýn.

Eva Hlín gegnir stöðu deildarfulltrúa alþjóðamála. Eva Hlín er með meistarapróf í verkefnastjórnun frá HÍ og BS próf í viðskiptafræði frá háskólanum á Bifröst með áherslu á markaðssamskipti. Eva Hlín hefur undanfarin 2 ár starfað sem verkefnastjóri hjá AFS og áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi og verkefnastjóri hjá GeimPlan, framkvæmdastjóri sveitamarkaðar og sem þjónustustjóri og bókavörður við háskólann á Bifröst.  Starfstöð Evu Hlínar verður einkum á Hvanneyri.

Utra starfar sem sérfræðingur í verkefna- og gæðastjórnun á alþjóðaskrifstofu. Utra er með doktorspróf frá háskólanum í Plymouth í umhverfis- og lífjarðefnafræði. Utra hefur starfað sem aðjúnkt og  rannsakandi við HÍ frá árinu 2010. Þar áður sinnti hún rannsóknarstörfum og verkefnastjórnun við háskólann í Bristol.

Við bjóðum þær innilega velkomnar til starfa!

 

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image