Vinnustofa um hringrásahagkerfi í landslagsarkitektúr á Hvanneyri

Vel heppnuð vinnustofa um hringrásahugsun í landslagsarkitektúr

Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, Grænni Byggð og Landbúnaðarháskóli Íslands stóðu fyrir vinnustofu á Hvanneyri 5. september s.l. Yfirskrift vinnustofunnar var hringrásahagkerfi í landslagsarkitektúr. Gestafyrirlesari var Jakob Sandell Sorensen sem leiðir sjálfbærni hjá hinni dönsku landslagsarkitektúrastofu Schonherr.

 

Sjálfbært háskólasamfélag á Hvanneyri

 

Jakob fjallaði um þetta mikilvæga málefni og lögmál hringrásarhugsunnar í landslagsarkitektúr. Hann fór einni í það hvernig við getum aðlagað hönnun okkar að ábyrgri notkun efna sem og með endurnýtingu og endurvinnslu að leiðarljósi. Að loknum fyrirlestri og vettvangsferð um Hvanneyrarþorpið var haldin vinnustofa þar sem þáttakendur komu með fjölbreyttar tillögur að umbreytingu Hvanneyrar yfir í sjálfbært landbúnaðarháskólasvæði.

 

Open workshop on circular principles in landscape architecture
Eftir fyrirlestur Jakobs fóru fram vinnustofur þar sem ræddar voru hugmyndir um sjálfbært háskólasamfélag á Hvanneyri.

 

Frá hægri, Jakob Sandel Sorensen, Daniel Jakobsson frá FÍLA, Ulla R. Pedersen frá FÍLA, Samson Harðarson frá LBHÍ fyrir aftan og Daniele Stefano hjá LBHÍ, Helena Guttormsdóttir hjá LBHÍ og Hermann Gunnlaugsson til vinstri, brautarstjóri í landslagsarkitektúr hjá LBHÍ.

 

Vinnustofan var vel sótt og unnu nemendur og sérfræðingar saman að skipulagi og hugmyndum um sjálfbært háskólasamfélag á Hvanneyri þar sem hringrásarhugsun er í forgrunni til að takast á við aðkallandi áskoranir vegna loftslagsbreytinga í heiminum.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna og upptaka af fyrirlestri

Schønherr teiknistofa

FÍLA Félag Íslenskra landslagsarkitekta

Grænni Byggð  

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image