Námskeið í boði

1. Plægingar

Haldið í samstarfi við Búnaðarfélag Miðdala

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vinna við jarðrækt hverskonar. Leiðir til betri plægingar skoðaðar. Farið er yfir helstu stillingar og stærðir varðandi plóg og dráttarvél, einnig eru byrjanir og uppmælingar fyrir teigplægingu teknar fyrir. Kennsla er bæði bókleg og verkleg.

Kennsla: Haukur Þórðarson leiðbeinandi við Landbúnaðarháskóla Íslands

Tími: Fim, 2. maí, kl 10:00-16:30 (8 kennslustundir), Miðskógur, 371 Búðardalur.

Verð: 23.500kr. - Smellið hér fyrir skráningu!

 

2. Að breyta sandi í skóg - endurheimt skóglendis

Fjallað verður um vaxtarskilyrði á rýru landi, þá þætti sem móta það (jarðveg, rof, frosthreyfingar, vind og vatn) og leiðir til að bæta þau.

Kennsla: Hreinn Óskarsson skógfræðingur hjá Skógræktinni og Úlfur Óskarsson lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Tími: Fös. 3. maí. kl. 16:00-19:00 og lau. 4. maí. kl 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi.

Verð: 22.000kr - Smellið hér fyrir skráningu!

 

3. Grunnnámskeið í blómaskreytingum

Námskeiðið er einkum ætlað ófaglærðum sem vinna til dæmis í blómaverslunum, veitingageiranum eða ferðaþjónustu eða hafa það í hyggju. Eins hentar námskeiðið vel öllum þeim sem vilja sýsla með blóm og skreytingar í einkalífi sem og á vinnumarkaði. 

Kennsla: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómaskreytar.

Tími: Lau, 11. mai, kl. 10:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. (ATH! Ný dagsetning, námskeiðið var auglýst 18. maí, en verður haldið 11. maí)

Verð: 25.900kr - Smellið hér fyrir skráningu!

 

4. Umhverfisskýrsla (Environmental report)

Í dag er staðan þannig að í skipulagsmálum á Íslandi að gerð er krafa um umhverfisskýrslu þegar unnið er deiliskipulag á Íslandi.

Umhverfisskýrsla er unnin fyrir allar framkvæmdir á deiliskipulagsstiginu. Allt frá minniháttar framkvæmdum sem hafa oft minniháttar umhverfisáhrif upp í stórar framkvæmdir sem hafa jafnvel mikil og óafturkræf áhrif og allt þar á milli.

Það er því brýnt að skipulagsfræðingar og þeir sem koma að vinnu við skipulagsmál hafi þekkingu á hvað máli skiptir og hvers þarf einkunn að horfa til þegar unnin er umhverfisskýrsla.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í meistaranám í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Kennsla: Ólafur Árnason umhverfisfræðingur

Tími: 17. maí, kl. 9:00-17:00 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík.

Verð: 24.500kr - Smellið hér fyrir skráningu!

 

5. Ræktun í skólagörðum

Námskeiðið er ætlað starfsfólki skólagarða. Fjallað verður um hvernig standa skuli að undirbúningi og skipulagningu fyrir ræktunina. Einnig verður farið yfir jarðvinnslu og hvernig á að standa að útplöntun, sáningu og áburðargjöf. Kynnt verður hvernig bregðast skuli við illgresi, sjúkdómum og meindýrum. Farið yfir hvernig umhirða ræktunarinnar á að vera og hvenær á að uppskera. Sagt frá hvernig hægt er að nota fræðslustundir, verkefni og dagbækur í skólagörðunum.

Kennsla: Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og staðarhaldari Garðyrkjuskólans (LbhÍ) Reykjum

Tími: Mið, 22. maí, kl. 09:30-14:00 hjá LbhÍ, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 13.500kr - Smellið hér fyrir skráningu!

 

6. Vinnuskólinn - verkstjórar

Námskeiðið hentar þeim sem starfa eða munu starfa sem verkstjórar eða flokkstjórar í vinnuskólum sveitafélaganna yfir sumartímann. Farið er yfir helstu undirstöðuatriði í umhirðu grænna svæða svo sem hvaða verkfæri skulu notuð til ýmissa verka eins og í slátt, beðahreinsanir, hreinsun á stéttum og fleira. Hvernig á að gróðursetja tré, runna, sumarblóm og fjölæringa og sinna helstu umhirðuþáttum yfir sumartímann. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.

Kennsla: Ágústa Erlingsdóttir brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar við LbhÍ og  Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur og verkefnisstjóri LbhÍ.

Tími: Fim. 23. maí, kl. 9:00-15:30 hjá LbhÍ, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 16.500 kr - Smellið hér fyrir skráningu!

 

7. Jurtalitun

Haldið í samstarfi við Hespuhúsið jurtalitunarvinnustofu

Á námskeiðinu verður farið yfir litunarferlið frá upphafi til enda. Fjallað verður um litfesta, litunarjurtir og efni til að breyta litum. Fjallað verður um hvernig og hvenær er best að tína jurtirnar og verka til geymslu. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta litað sjálfir og gert tilraunir með jurtir úr sínu nánasta umhverfi.

Kennsla: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins jurtalitunarvinnustofu.

Tími: Lau 25. maí, kl. 12:30-17:30 í húsnæði Hespu í Andakíl í Borgarfirði.

Verð: 17.500 kr - Smellið hér fyrir skráningu!

 

8. Indigo litun

Haldið í samstarfi við Hespuhúsið jurtalitunarvinnustofu

Á námskeiðinu verður kennd litunaraðferð með indigó sem er blátt litarefni úr erlendri jurt. Í litun með Indígó er hægt að ná fram bláum lit og einnig gulan og ýmsa ævintýraliti með yfirlitun og hnútum.

Kennsla: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins jurtalitunarvinnustofu.

Tími: Lau. 1. júní, kl. 13:00-16:00 í húsnæði Hespu í Andakíl í Borgarfirði.

Verð: 16.500 kr - Smellið hér fyrir skráningu!

 

9. Viltu þæfa þína eigin skó "kósý-inniskó"? - Námskeiðið er fullbókað, en auka námskeið verður í boði 20. og 21. júní!

Nú er tækifærið. Við höldum námskeið í að þæfa inniskó úr ull, hlýja og notalega í sumarbústaðinn eða heima við. Námskeiðið er 2 dagar, er opið öllum og höfðar sérstaklega til þeirra sem hafa áhuga á að læra hvernig þæfa eigi ull og útbúa skó eða aðra nytjahluti úr ull. Námskeiðið nýtist einstaklega vel þeim sem vinna við hverskonar handverk t.d. hönnun, í kennslu eða hverjum þeim sem hafa gaman af að læra nýtt handverk og búa til nytjahluti úr náttúrulegu hráefni. Kennsla fer fram á ensku.

Kennsla: Inga Samusiene skósmiður og hönnuður og Kestas Samusis skógfræðingur og frumkvöðull

Timi: Þri. 18. júní og mið. 19. júní, kl. 10:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi

Verð: 36.000kr - Smellið hér fyrir biðlistaskráningu!

 

10. Viltu þæfa þína eigin skó "kósý-inniskó"? 

Nú er tækifærið. Við höldum námskeið í að þæfa inniskó úr ull, hlýja og notalega í sumarbústaðinn eða heima við. Námskeiðið er 2 dagar, er opið öllum og höfðar sérstaklega til þeirra sem hafa áhuga á að læra hvernig þæfa eigi ull og útbúa skó eða aðra nytjahluti úr ull. Námskeiðið nýtist einstaklega vel þeim sem vinna við hverskonar handverk t.d. hönnun, í kennslu eða hverjum þeim sem hafa gaman af að læra nýtt handverk og búa til nytjahluti úr náttúrulegu hráefni. Kennsla fer fram á ensku.

Kennsla: Inga Samusiene skósmiður og hönnuður og Kestas Samusis skógfræðingur og frumkvöðull

Timi: Fim. 20. júní og fös. 21. júní, kl. 10:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi

Verð: 36.000kr - Smellið hér fyrir skráningu!

 

Einnig má senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.is ef óskað er eftir nánari upplýsingum eða aðstoð.

Einnig er hægt að skrá sig á póstlista Endurmenntunar LbhÍ hér!

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is