Tilslakanir á takmörkunum um skólastarf

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýjar sóttvarnareglur sem tóku gildi í dag, 15. apríl og gilda til 3. maí 2021. Helstu atriði sem snúa að starfsemi framhalds- og háskóla eru eftirfarandi:

  • 1 metra fjarlægð á milli fólks
  • Heildarfjöldi í rými er hámark 50 mans
  • Grímuskylda er ef ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð
  • Blöndun milli hópa er heimil bæði í framhaldsskóla og í háskóla
  • Í sameiginlegum rýmun eins við innganga, í andyri og á göngum má víkja frá fjöldatakmörkunum og skulu þá notaðar andlitsgrímur.
  • Allir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms eru óheimilir í skólabyggingum.
  • Mötuneyti er heimilt að starfa

Við höldum áfram að vanda okkur í allri umgegngi, notum grímur þegar ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð og sótthreinsum sameiginlega snertifleti ásamt því að huga að góðri loftræstingu. Við brýnum fyrir öllum að passa uppá persónubundnar sóttvarnir og við munum komast yfir þetta saman ef við hjálpumst öll að.

Nánar um helstu tilslakanir í samfélaginu og reglugert um takmörkun á skólastarfi

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is